Fyrirlestur um geðheilbrigði

09.sep.2015

birgir_hamÍ dag kom til okkar góður gestur í FAS en það var Birgir Þór Guðmundsson sálfræðingur sveitarfélagsins. Í fyrravor var lögð fyrir könnun um líðan á meðal nemenda og niðurstöður þeirrar könnunar gáfu tilefni til þess að gefa þyrfti betur gaum að líðan nemenda.
Birgir  hélt fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk um það hvernig þekkja megi einkenni kvíða og þunglyndis og bregðast við. Í máli hans kom fram að um það bil 40% finni einhvern tímann á lífsleiðinni fyrir depurð eða kvíða sem getur þróast yfir í þunglyndi. Því er afar mikilvægt að þekkja einkennin og vita hvernig hægt er að nálgast hjálp. FAS býður þeim nemendum sem telja sig þurfa á aðstoð að halda upp á námskeið í hugrænni atferlismeðferð en það kom einmitt fram í máli Birgis. Þeir sem telja sér hag af slíku námskeiði eru hvattir til að hafa samband við Margréti Gauju námsráðgjafa sem fyrst.
Undanfarin ár hefur FAS tekið þátt í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli þar sem hefur verið fjallað um mikilvægi hreyfingar, næringar, geðræktar og lífsstíls til að líða sem best og þar með að ná árangri. Þessi fyrirlestur er liður í því verkefni. Við þökkum Birgi kærlega fyrir gott og þarft innlegg.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...